Fiskistofa leitar tiboða í aflamark

Deila:

Fiskistofa auglýsir nú eftir tilboðum í skipti á aflamarki. Í boði er neðangreint aflamark, í tilgreindum tegundum, í skiptum fyrir aflamark í þorski. Við mat tilboða er stuðst við meðalverð aflamarks síðasta mánaðar. Viðmiðunarverð síðasta mánaðar: þorskur 195,42 kr/kg.

Tilboðsmarkaðurinn var opnaður í morgun, miðvikudaginn 8. mars 2017. Ekki er gerð krafa um lágmarkstilboð.

Athugið að samkvæmt gjaldskrá Fiskistofu http://www.fiskistofa.is/umfiskistofu/gjaldskra/ ber að greiða 12.200 krónur fyrir hverja úthlutun aflaheimilda á tilboðsmarkaði. Þannig ber tilboðsgjafa að greiða þá upphæð fyrir hvert tilboð sem tekið er að fullu eða að hluta.

Fisktegund Þíg Aflamark
Gullkarfi 0,69 203.400 kg
Blálanga 0,56 86.400 kg
Gulllax 0,41 418.000 kg
Grálúða 2,65 659.640 kg
Skarkoli 0,67 16.000 kg
Sandkoli 0,19 23.920 kg
Úthafsrækja 1,53 217.000 kg
Þorskur í norskri lögsögu 1,00 115.791 kg
Þorskur í rússneskri lögsögu 1,00 227.941 kg
rækja í Djúpi 1,26 25.652 kg
Litli karfi 0,32 79.000 kg
Úthafskarfi 0,91 123.329 kg
Djúpkarfi 0,85 685.000 kg

Eingöngu er unnt að gera tilboð í gegnum UGGA, upplýsingagátt Fiskistofu. Tilboðasmarkaðinn má finna undir Umsóknir/Þjónusta. Vakin er athygli á að Ugginn sendir sjálfkrafa staðfestingu um móttöku tilboðs.

Afturköllun tilboða eftir að umsóknarfrestur er runninn út er ómheimil. 

 

Deila: