Miklu landað á Bolungarvík í verkfallinu

Deila:

Landaður afli í Bolungarvík fyrstu sjö vikur ársins eða þar til verkfalli sjómanna lauk 19. febrúar var 1.572 tonn og var Bolungarvík önnur stærsta löndunarhöfn landsins á þessum tíma. Þetta kemur fram á vefnum vikar.is. Aðeins Ólafsvík var með meiri landaðan afla eða 1.895 tonn. Fyrir sama tímabil í fyrra var landaður afli i Bolungarvík 1.987 tonn og því um 20% samdrátt að ræða milli ára.

Landaður afli í höfnum á Vestfjörðum fyrstu 7 vikur ársins 2017 var eftirfarandi:

Bolungarvík: 1.572 tonn
Tálknafjörður: 509 tonn
Suðureyri: 396 tonn
Patreksfjörður: 201 tonn
Flateyri: 201 tonn
Drangsnes: 191 tonn
Hólmavík: 181 tonn
Bíldudalur: 162 tonn
Ísafjörður: 118 tonn
Brjánslækur: 2 tonn
Súðavík: 2 tonn

Mynd af bb.is

Deila: