Vilja greiðari aðgang að hráefni

Deila:

Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda áttu í síðustu viku fund með fulltrúum Sjómannasambands Íslands, Félagi vélstjóra-og málmtæknimanna og Félagi skipstjórnarmanna. Ýmis málefni félaganna voru rædd, kjaramál og verðlagsmál.

Fundarmenn voru sammála að skora á stjórnvöld að tryggja að allur sá afli sem ekki kemur til vinnslu hjá samþættum útgerðar- og vinnslufyrirtækjum, þ.e. afli sem er seldur á milli ótengdra aðila, verði boðinn til sölu í uppboðskerfi fiskmarkaðanna. Fundurinn telur að með þessu móti megi tryggja að rétt verð fáist fyrir þennan hluta auðlindarinnar. Þannig fengju sjálfstæðar fiskvinnslur greiðari aðgang að hráefni og þjóðarhagur sé þar með hámarkaður.

 

Deila: