Margir sviptir veiðileyfi
Fiskistofa hefur í dag svipt 29 báta veiðileyfi að undanförnu. 13 bátar misstu veiðileyfi þar sem útgerð þeirra hefur ekki staðið skil á gjaldi vegna umframafla á strandveiðum í júní. 13 til viðbótar misstu leyfið vegna vanskila á afladagbók og þrír vegna afla umfram heimildir. Gangur mála er sá að bátarnir fá leyfi aftur eftir að aflamarkstaða þeirra hefur verið lagfærð, afladagbók skilað, eða staðin skil á greiðslum fyrir umframafla á strandveiðum eftir því sem við á hverju sinni.
Þá hefur Fiskistofa svipt þrjú fyrirtæki vigtunarleyfi. Hafi vigtunarleyfi verið afturkallað með þessum hætti skal ekki veita vigtunarleyfishafa slíkt leyfi að nýju fyrr en átta vikur eru liðnar frá afturköllun leyfis við fyrsta brot, við ítrekuð brot 16 vikur, við brot sem bersýnilega leiða til rangrar aflaskráningar eru þetta 6 mánuðir nema þegar um er að ræða heimavigtunarleyfi – þá eru það 12 mánuðir.