Verð fyrir grásleppu fer hækkandi

Deila:

Verð fyrir grásleppu fer nú smám saman hækkandi.  Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir í samtali við fréttastofu RÚV að verðið nálgist 180 krónur fyrir kílóið, en 110 krónur voru boðnar í fyrstu. Þetta auki bjartsýni grásleppusjómanna enda þýði þessi hækkun vel á annað hundrað milljónir króna í aukin aflaverðmæti miðað við sömu veiði og á síðustu vertíð. Þá greiddu kaupendur 155 krónur fyrir kílóið af grásleppu.

Grásleppuveiðar á Vestfjörðum hefjast þann 1. apríl, nema á Ströndum þar sem fyrstu net máttu fara í sjó 20. mars.

Mynd af bb.is

Deila: