Sekt fyrir slæma meðferð á humri
Sú hefðbundna aðferð að sjóða humar lifandi, gæti brátt valdið vandræðum fyrir veitingahús sem það gera. Ástralskt sjávarréttaveitingahús var nýlega sektað fyrir slæma meðferð á dýrum, fyrir að drepa humar á grimmilegan hátt.
Starfsmenn sjávarréttaveitingahúss í Nýja Suður-Wales í Ástralíu var staðið að því af eftirlitsmönnum að „slátra og hluta humarinn sundur með sög án þess deyfa hann hæfilega eða drepa áður.“ Fyrirtækið var sektað um 1.500 Ástralíudali fyrir framferðið.
Nú hefur það slegið því fram hvort sjóða megi humar lifandi eins og tíðkast á mörgum veitingastöðum, hvort það flokkist á sama hátt og hið brotlega framferði og verði því bannað. Á það á eftir að láta reyna fyrir dómstólum.