HB Grandi býður út smíði á nýjum frystitogara

Deila:

Stjórn HB Granda hefur ákveðið að setja í útboð smíði nýs frystitogara. Togarinn er hannaður af Rolls Royce í Noregi og er 81 m langur, 17 m breiður og hefur lestarrými fyrir um 1.000 tonn af frystum afurðum á brettum. Gert er ráð fyrir að ákvörðun um smíðina liggi fyrir í byrjun maí og smíðinni ljúki í árslok 2019.

Ekki eru fyrirhugaðar frekari nýsmíðar af hálfu félagsins að svo stöddu en félagið gerir nú út 3 frystitogara sem eru byggðir á árunum 1988-1992, 4 ísfisktogara og 2 uppsjávarveiðiskip.

Deila: