Mótmæla fyrirhuguðum breytingum á fiskveiðistjórnun

Deila:

Mikil mótmæli eru nú í Þórshöfn í Færeyjum, þar sem fyrsta umræða um frumvarp til laga um gjörbreytta fiskveiðistjórnin stendur nú yfir í Lögtinginu. Samkvæmt frumvarpinu verður fiskveiðum framvegis stjórnað með dagakerfi fyrir smábáta og kvótakerfi fyrir stærri skip og báta á heimaslóð og fjarlægum miðum. Ákveðinn hluti aflaheimilda verður borðinn upp.

Samkvæmt frumvarpinu verða 25% veiðiheimilda í botnfiski utan lögsögu boðin upp á almennum markaði. Núverandi veiðileyfishafar halda 75% heimildanna og greiða af þeim auðlindagjald. Sama á við um heimildir til veiða á uppsjávarfiski. 25% heimildanna verða teknar til uppboðs af hálfu stjórnvalda.

Veiðar á botnfiski innan lögsögu Færeyja verða færðar úr dagakerfi yfir í kvótakerfi. Núverandi leyfishafar halda þeim heimildum, sem þeir hafa nú, en komið til þess að veiðiheimildirnar verði auknar, verður aukningin boðinn upp. Veiðum smábáta verður stjórnað með dagakerfi.

Í frumvarpinu er ákvæði um löndunarskyldu í Færeyjum og að fjórðungi afla skuli landað á fiskmörkuðum.

Þá er kveðið skýrt á um að fiskurinn í sjónum sé eign Færeysku þjóðarinnar.

 

Deila: