Uppfylla alþjóðlega staðla

Deila:

Arnarlax hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu  vegna fréttar á Vísi og Bylgjunni þann 3. Janúar 2018

Í frétt á Bylgjunni og Vísi þann 3 janúar var meðal annars sagt frá því að fyrirtækjum í fiskeldi væri í lófa lagt hvort þau uppfylltu alþjóðlega staðla eða ekki..
Allt fiskeldi hjá Arnarlax uppfyllir alþjóðlegan staðal NS 9415:2007 ásamt því að hafa staðist burðarþolsmat, áhættumat, staðarúttekt og umhverfismat. Það er ekki valkvætt og er bundið í lög. Jafnframt uppfyllir Arnarlax staðal Whole Foods Market sem er tekin út af óháðum aðila árlega. Staðallinn gerir meðal annars kröfur um að áhrif eldisins á umhverfið séu lágmörkuð.

Hafa á gott samstarf við Náttúrustofu Vestfjarða sem áfram mun vinna fyrir félagið
Í fréttinni kemur einnig fram að Arnarlax hafi slitið samstarfi við Náttúrurustofu Vestfjarða. Arnarlax hefur átt í góðu samstarfi við Náttúrustofu Vestfjarða, keypt af þeim töluverða þjónustu og þar á meðal umhverfisvöktun. Á síðasta ári var samið við Akvaplan Niva um að sinna umhverfisvöktun en Náttúrustofan mun áfram sinna súrefnisvöktun fyrir félagið.

Staðbundin áhrif
Í fréttinni kemur fram að niðurstöður úr sýnatökum hafi bent til uppsöfnunar á lífrænum úrgangi. Um leið og þessar niðurstöður lágu fyrir var ákveðið að færa eldiskvíarnar en niðurstaða sýnatöku á svæðinu sýna jafnframt að áhrifin eru staðbundin og að ástand annarstaðar í firðinum sé mjög gott. Í skýrslunni segir meðal annars að „Samkvæmt viðmiðum norska staðalsins NS 9410:2007 um botndýrasamfélög á nærsvæðum fiskeldiskvía voru stöðvar í 25 og 55 m fjarlægð frá kví í góðu ástandi utan við kvíasvæðið og nær miðju fjarðarins“

Arnarlax er miðju umsóknarferli vegna ASC vottunar
Í fréttinni kom einnig fram að fyrirtækið hafir ekki fengið ASC vottun vegna þessara niðurstöðu úr sýnatöku í Patreksfirði en það er ekki rétt. Hið rétta er að Arnarlax er í miðju umsóknarferli og vonast eftir að klára ferlið á þessu ári en þess má geta að ASC er ein strangasta umhverfisvottun sem hægt er að fá í fiskeldi.

Kallað eftir skýrum reglum
Fyrirtækið tekur hinsvegar undir að skýra þarf regluverk og ramma í kringum fiskeldi og hafa íslensk fiskeldisfyrirtæki um allt land kallað eftir skýrari reglum sem tryggir sjálfbærni, umhverfisvernd og rekstargrundvöll fyrirtækjanna.“

 

Deila: