Þór við eftirlit á Reykjaneshrygg

Deila:

Að undanförnu hefur varðskipið Þór verið við eftirlitsstörf á úthafskarfamiðunum á Reykjaneshrygg, á NEAFC-svæðinu svonefnda.

Þegar varðskipið kom á svæðið fyrr í þessum mánuði voru þar 22 togarar að veiðum, þar af 18 erlendir.  Voru öll skipin að veiðum í einum hóp fyrir utan fiskveiðimörkin. Erlendu togararnir voru frá Rússlandi, Litháen, Þýskalandi, Spáni, Noregi og Færeyjum. Farið var til eftirlits um borð í 5 togara, rússneska, spænskan, þýskan og norskan.

„Engar athugasemdir voru gerðar um borð í skipunum og má segja að óvenjulega gott ástand hafi verið á pappírum og tilkynningum. Aflabrögð togarana hafa verið viðunandi að undanförnu.

Einnig hefur eftirlitsskip frá Spáni verið  við eftirlit að undanförnu á úthafkarfamiðunum á Reykjaneshrygg.

Ekki var annað að heyra á öldum ljósvakans en samvinna og tillitsemi á milli skipstjórnamann skipan á svæðinu hafi verið góð . Nokkuð sást af stórhveli á svæðinu,” segir á heimasíðu Gæslunnar.

 

Deila: