Nokkrir bátar sviptir veiðileyfi

Deila:

Fiskistofa hefur að undanförnu svipt allnokkra báta veiðileyfi vegna brota á reglum og lögum um fiskveiðar. Í flestum tilfellum er um tímabundna sviptingu að ræða vegna vanskila á afladagbókum eða afla umfram heimildir. Einnig er um að ræða brot á reglum um strandveiðar.

Þann 24. mars sl. svipti Fiskistofa Sæljós GK leyfi til veiða í atvinnuskyni vegna afla umfram aflaheimildir.  Skipið fær leyfið að nýju þegar að aflamarksstaða þess hefur verið lagfærð.

Þann 19. maí 2017 svipti Fiskistota Steina Sigvalda GK  leyfi til veiða í atvinnuskyni í 3 vikur vegna brota gegn lögum og reglum um vigtun og skráningu afla frá 22. júní 2017.

Þann 29. maí 2017 svipti Fiskistofa Nökkva ÁR  og Unni ÁR leyfi til veiða í atvinnuskyni í sjö daga frá og með 3. júlí 2017 vegna brota á reglum um strandveiðar.
Þann 29. maí 2017 svipti Fiskistofa Bjarna Ólafsson AK  leyfi til veiða í atvinnuskyni í sjö daga frá og með 26. júní 2017, vegna brota á reglugerð um veiðieftirlit á samningssvæði NEAFC.

Eftirfarandi skip voru svipt veiðileyfi vegna vanskila á frumriti afladagbótar:

Sæljós GK 2, Knolli BA  8, Birgir GK 71, Von GK 113,

 

 

Deila: