Sjómannadagsblað Grindavíkur komið út

Deila:

Sjómannadagsblað Grindavíkur er komið út. Í blaðinu er fjallað um verkfall sjómanna í vetur, sem var lengsta sjómannaverkfall sögunnar. Rætt er við formann Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, Einar Hannes Harðarson, um verkfallið og stöðu sjómanna um þessar mundir.

Hinrik Bergsson fjallar um veru sína á Alberti GK 31 með Þórarni Ólafssyni, skipstjóra. Eðvarð T. Jónsson skrifar um skip, vita og sjómennsku á íslenskum frímerkum, Sigurður Kristmundsson, hafnarstjóri í Grindavík, skrifar vertíðarspjall og Ómar Smári Ármannson fjallar um fiskibyrgi í Strýthólahrauni svo dæmi séu tekin.

Í blaðinu er að finna margt annað efni og myndir, meðal annars frá sjómannadegi síðasta árs. Það er Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur sem gefur blaðið út.

Sjómannadagsblað Grindavíkur20170607

Deila: