Bjóða upp á Fish & Chips á Arnarstapa

Deila:

Á Arnarstapa reka hjónin Jóhannes Ólafsson og Herdís Þórðardóttir frá Akranesi, ásamt börnum sínum, veitingaskúr og selja fisk og franskar. Þegar Skessuhorn bar að garði nýverið voru feðgarnir Jóhannes og Guðjón sonur hans að afgreiða ferðamenn um breska þjóðarréttinn Fish and Chips.

Þau Herdís og Jóhannes eiga sumarhús á Arnarstapa eins og fleiri Skagamenn og Jói rær þaðan á strandveiðum á báti sínum Hrólfi SH. Þessi Hrólfur er þó talsvert minni en þeir fyrri með því nafni sem Jóhannes hefur átt og gert út frá Akranesi en það voru um 15 tonna bátar. „Ég keypti þennan „Færeying“ fyrir strandveiðarnar. Hann er fínn og setur mér ákveðin takmörk sem er gott fyrir mig. Ég kemst ekki of langt á honum,“ segir Jóhannes sem í áratugi var með útgerð á Akranesi og um tíma fiskverkun einnig, sem þau Herdís ráku saman.

Mynd og texti af http://skessuhorn.is/

Sjá nánar viðtal í Skessuhorni vikunnar.

Deila: