Matvælaþing hefst í Hörpu

Deila:

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra opnar Matvælaþing 2023 í Hörpu á morgun, 15. nóvember.

Hringrásarhagkerfið, í samhengi við nýsamþykkta matvælastefnu til ársins 2040, er meginviðfangsefni þingsins sem er nú haldið í annað sinn. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins.

Á þinginu myndast vettvangur fyrir samræðu milli neytenda, stjórnvalda og framleiðenda um matvæli í hringrásarhagkerfinu. Þær fjölmörgu og ólíku starfsgreinar sem koma að framleiðslu vinnslu og dreifingu matvæla á Íslandi koma saman undir einu þaki á þinginu.

Gestafyrirlesararnir Ladeja Godina Košir frá Circular Change samtökunum í Slóveníu og Anne Pøhl Enevoldsen frá dönsku matvælastofnuninni munu flytja erindi um innleiðingu hringrásarhagkerfis í matvælaframleiðslu á alþjóðlega vísu.

Dagskrá þingsins má sjá hér.

Deila: