Moka upp makríl af bryggjunni

Deila:

Mikil og góð makrílveiði er nú í Keflavíkurhöfn. Fjöldi manns var við stangveiðar á bryggjunni í gær og voru veiðimenn vel útbúnir. Margir með fjóra króka á línunni og fengu fisk á þá alla í mörgum tilfellum. Ekki liggur fyrir hvort þessi makrílveiði gefi fyrirheit um að makríllinn sé á ný farinn að ganga að Keflavík, en engin makrílveiði hefur verið í sumar á grunnslóðinni og var ekki heldur i fyrra.

Deila: