Þerney siglt út

Deila:

Frystitogarinn Þerney RE lét úr höfn í Reykjavík um helgina eftir olíutöku en framundan er löng sigling til nýrrar heimahafnar í Suður-Afríku.

Svo sem kunnugt er seldi HB Grandi Þerney til Sea Harvest Corporation (Pty) Ltd. Í Suður-Afríku fyrr á þessu ári fyrir 13,5 milljónir USD eða 1,4 milljarða ÍKR. Kaupverðið hefur að fullu verið greitt og tóku hinir nýju eigendur við skipinu á fimmtudag.

Þerney, sem reynst hefur hið mesta happafley, var smíðuð árið 1992 í Noregi og hefur skipið verið gert út af HB Granda frá því það kom til landsins 1993.

Það er reyndar skammt stórra högga á milli hjá HB Granda þessa dagana því ráðgert er að félagið fái ísfisktogarann Viðey RE afhentan í Tyrklandi um miðja næstu viku. Á hann að vera kominn til Reykjavíkur fyrir jól.

 

 

Deila: