Fjöldi umsagna um fyrirhugað strandveiðifrumvarp

Deila:

Umsagnarfrestur um frumvarp matvælaráðherra um breytingar á strandveiðikerfinu er nú liðinn. Óhætt er að segja að frumvarpsdrögin hafi fengið mikil viðbrögð því alls bárust 129 umsagnir, bæði frá einstaklingum, fyrirtækjum, félagasamtökum strandveiðimanna og Landssambandi smábátaeigenda. Af umsögnunum má ráða að fyrirhugaðar breytingar mæta andstöðu og  margir umsagnaraðilar ítreka kröfuna um að smábátum verði tryggðir 48 dagar á veiðitímabili.

Í umsögn Landssambands smábátaeigenda er þess krafist að áfram verði bryggt á núverandi. Bendt er á leiðir til að tryggja betur að ekki komi til stöðvunar veiða áður en strandveðitímabilinu lýkur 31. ágúst. LS bendir einnig á í umsögn sinni að nægjanlegar aflaheimildir séu tiltækar til að tryggja 48 daga og því sé alger óþarfi að svæðaskipta strandveiðum. Þess er krafist að matvælaráðherra falli nú þegar frá því að leggja frumvarpið óbreytt fram.

Umsögn Landssambands smábátaeigenda um frumvarpsdrögin – lesa

Deila: