Konur í sjávarútvegi verðlaunaðar

Deila:

Félagið Konur í sjávarútvegi (KIS) hlaut Hvatningarverðlaun sjávarútvegsins sem veitt voru á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi árið 2017. Verðlaunin eru veitt einstaklingi eða félagasamtökum sem hafa lagt sitt af mörkum til að bæta og efla íslenskan sjávarútveg.

Með stofnun félagsins skapaðist öflugur vettvangur fyrir konur sem starfa í sjávarútvegi og greinum tengdum honum til að efla tengslanet og samstarf og kynna sjávarútveginn sem öfluga og fjölbreytta atvinnugrein. Félagið hefur staðið að viðamikilli rannsókn á aðkomu kvenna að sjávarútvegi þar sem kortlögð eru tækifæri til vaxtar fyrir sjávarútveginn með aukinni þátttöku og eflingu kvenna innan greinarinnar.

Jens Garðar Helgason afhenti Freyju Önundardóttir formanni félagsins hvatningarverðlaunin sem voru forláta skál eftir leirlistakonuna Ingu Elínu með sterka skírskotun til sjávarútvegs.

Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi þykir þetta þarft og áhugavert framtak og telja að með stofnun félagsins hafi konur innan sjávarútvegsins stigið enn frekar fram sem talsmenn greinarinnar á breiðum grundvelli og um leið breytt ímynd þessarar mikilvægu greinar.

Um félagið

Félagið Konur í sjávarútvegi (KIS) er ungt og upphaf þess má rekja til vorsins 2013 þegar 10 konur sem allar störfuðu í sjávarútvegi hittust og ræddu þörfina á að skapa vettvang fyrir konur í greininni. Í framhaldi mynduðu þær stjórn félagsins og var fyrsti formaður og að mörgu leyti upphafsmaður Kvenna í sjávarútvegi, Hildur Sif Kristborgardóttir, fyrrum ritstjóri tímaritsins Sjávarafls. Stefnan var sett á að félagið yrði vettvangur fyrir konur í sjávarútvegi til að mynda tengslanet, vinna saman, kynna sjávarútveginn og gera konur í greininni og greinum tengdum sjávarútveginum sýnilegri.

Íslandsbanki hefur verið bakhjarl félagsins frá upphafi

Stjórn félagsins er kosin á ársfundi ár hvert og eiga sæti í henni 8 konur. Innan KIS starfar einnig fagráð en hlutverk þess er að vera stjórn félagsins innan handar í ýmsum málum og vera ráðgefandi við einstök verkefni sem kynnu að koma upp. Í fagráði sitja aðilar frá háskólasamfélaginu og atvinnulífinu en hefð er svo fyrir því að sjávarútvegsráðherra sitji einnig í fagráði.

Í dag telur KIS rúmlega 200 félagskonur og geta allar konur sem starfa innan haftengdrar starfsemi gerst félagar. Félagskonur koma alls staðar að, m.a. úr sjávarútvegsfyrirtækjum, markaðs- og sölufyrirtækjum, viðskiptabönkum, fiskeldisfyrirtækjum, rannsóknastofnunum, tæknifyrirtækjum og flutningafyrirtækjum.

Félagið Konur í sjávarútvegi (KIS) er ungt og upphaf þess má rekja til vorsins 2013 þegar 10 konur sem allar störfuðu í sjávarútvegi hittust og ræddu þörfina á að skapa vettvang fyrir konur í greininni. Í framhaldi mynduðu þær stjórn félagsins og var fyrsti formaður og að mörgu leyti upphafsmaður Kvenna í sjávarútvegi, Hildur Sif Kristborgardóttir, fyrrum ritstjóri tímaritsins Sjávarafls. Stefnan var sett á að félagið yrði vettvangur fyrir konur í sjávarútvegi til að mynda tengslanet, vinna saman, kynna sjávarútveginn og gera konur í greininni og greinum tengdum sjávarútveginum sýnilegri.

 

Deila: