Byggðakvóti verði nýttur af dagróðrabátum

Deila:

Nýverið átti LS fund með ráðherraskipuðum starfshópi sem fékk það verkefni að skoða löggjöf og framkvæmd byggðakvótans.  Á fundinum voru fjölmargt sem LS ræddi við nefndina. Meðal annars að byggðakvóti skuli í framtíðinni nýttur af dagróðrabátum.

Á fundinum var farið yfir verðlagningu sjávarafla, samninga og stöðu seljenda, greiðslutryggingar, fækkun vinnsluaðila og kröfur um aukna sérhæfingu.

Landssambandið lagði áherslu á að;

heimildir til byggðakvóta yrðu skilyrtar til sveitarfélaga samkvæmt reglum sem mótaðar hafa verið.

Réttur til nýtingar væri hjá útgerðum sem skráðar væru í viðkomandi byggðarlagi og bátar í þeirra eigu sem skráðir eru með heimahöfn í byggðarlaginu og stunda dagróðra þaðan, enda hafi viðkomandi uppfyllt framangreint á næstliðnu fiskveiðiári.

LS vill að við úthlutun byggðakvóta verði sem ívilnun á aflaheimildir við löndun með sambærilegum hætti og gildir um línuívilnun;

10 tonnum verði úthlutað í upphafi hvers fiskveiðiárs til útgerða þar sem eigandinn hefur átt heimilisfesti í byggðarlaginu sl. 10 ár.

Þá vill landssambandið að fiskvinnsla í viðkomandi byggðarlagi hafi forkaupsrétt af afla þeirra báta sem njóta byggðaívilnunar. Greitt verði meðaltalsverð sem fæst á nærliggjandi fiskmörkuðum á löndunardegi. Greiðslufyrirkomulag og greiðslutrygging verði með sama hætti og hjá aðilum sem kaupa af fiskmörkuðum. Þar sem ekki er fiskvinnsla skuli aflinn boðinn upp á fiskmarkaði.

Starfshópnum er ætlað að skila lokaniðurstöðum eigi síðar en 6. júlí nk.

 

 

Deila: