Daníel Agnarsson til liðs við SFS

Deila:

Daníel Agnarsson tölvunarfræðingur hefur verið ráðinn til starfa hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Daníel er með BS gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Daníel mun sinna þróun og vinnslu við verkefnið Vitann (upplýsingaveitu sjávarútvegsins), kerfisþróun og vinnslu á kerfum og vefsíðum SFS, ásamt öðrum tæknitengdum verkefnum. Hann hefur starfað sem tæknimaður Markaðsnetsins.

 

Deila: