Fjórðungur óveiddur á svæði D

Deila:

Nú, þegar síðasta vika strandveiða er að hefjast á svæði D, fyrir Suður- og Suðvesturlandi, er um fjórðungur veiðiheimilda óveiddur. Leyfilegt hámark á svæðinu er 308 tonn og í morgun var aflinn orðinn 231 tonn og 77 tonn óveidd.

Veiðum á öðrum veiðisvæðum lauk dagana 15. til 17. ágúst, en veiðum á svæði D lýkur líklega ekki fyrr en á fimmtudag þegar strandveiðitímabilinu lýkur.
Aflinn á svæði A varð 847 tonn í ágúst, 31 tonni umfram viðmið. Á svæði B varð aflinn 558 tonn, fimm tonnum umfram viðmið. Á svæði C varð aflinn í ágúst 588 tonn, 20 tonnum umfram viðmið.

Deila: