Ráðleggja auknar rækjuveiðar við Grænland

Deila:

Fiskveiðinefnd norðvestur Atlantshafsins, NAFO, hefur lagt til að rækjukvótinn við Vestur-Grænland verði 105.000 tonn á næsta ári. Það er aukning um 17%. Ráðleggingin fyrir miðin austan Grænlands er óbreytt í 2.000 tonnum. Sjávarútvegsráðuneyti Grænlands mun í framhaldinu taka ákvörðun um endanlegan kvóta.

Tillagan um aukningu aflans er byggð á rannsóknum á vexti og viðgangi stofnsins og upplýsingum frá sjómönnum.  Rannsóknir sýna að rækjustofninn vestan við landið standi vel og veiðarnar séu sjálfbærar

Stjórnvöld á Grænlandi hafa nú í hyggju að minnka hlutdeild stærri útgerða og úthluta meiru til smærri báta. Talið er líklegt að útgerðirnar muni mótmæla þessum áformum kröftuglega.

 

Deila: