Björg EA á heimleið

Deila:

Björg EA 7 lagði af stað frá Tyrklandi sl.sunnudag 15.október og gengur siglingin heim vel. Einn af hásetunum um borð er Óskar Magnússon rithöfundur og stjórnarmaður Samherja en skilaboð frá honum hafa birst á Facebook síðu Samherja. Til þess að gefa fleirum kost á að fylgjast með dagbókarbrotum Óskars komum við til með að birta þau einnig hér á síðu Bjargar EA 7

Óskar birtir eftirfarandi heillaskeyti í síðustu færslu þegar skipið var að nálgast Sikiley. Skeytið er frá Björgu Finnbogadóttur, móður Þorsteins Más Baldvinssonar, sem nú fær nafn sitt á skip félagsins.

Megi heill og hamingja fylgja ykkur öllum og Björgu EA 7 yfir höfin heim.. Með kærri kveðju og miklu stolti. Björg Finnbogadóttir

Færsla Óskar er svohljóðandi:

Sjötta brot: Mæður og feður

Í gær fékk áhöfnin á Björgu EA þetta fallega skeyti frá Björgu Finnbogadóttur. Áhöfnin er líka stolt, bæði af nafninu og skipinu. Við klöppuðum klökk í brúnni.

Skipin heita í höfuðið á foreldrum frændanna þriggja, sem stofnuðu Samherja.

Fyrstur kom Baldvin Þorsteinsson EA 10, nefndur í höfuðið á föður Þorsteins Más.  Síðan Vilhelm Þorsteinsson EA 11, í höfuðið á föður Þorsteins og Kristjáns.

Nokkru seinna komu Anna EA 305 sem er nefnd í höfðuð á Önnur Kristjánsdóttur móður þeirra bræðra og loks nú, Björg EA 7, í höfuðið á Björgu Finnbogadóttur, móður Þorsteins Más.

Mæðurnar eru sterkari. Þar duga skírnarnöfnin. Karlmannsnöfnin ná næstum aftur í skut.

Nálgumst Skiley. Þar má gera arðbær viðskipti.

óm, háseti.

Deila: