Spá aukningu útflutningsverðmætis á næsta ári

Deila:

Fiskveiðar á heimsvísu námu 92 milljón tonnum á árinu 2016 og hafa aukist um 10% frá árinu 1990. Heildarafli fyrstu níu mánuði ársins 2017 nemur 915 þúsund tonnum og er um 64 þúsund tonnum meiri en á sama tímabili í fyrra sem nemur 7% aukningu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg.

Í skýrslunni er áætlað að útflutningsverðmæti sjávarafurða muni nema 210-220 milljörðum króna í ár, sem samsvarar ríflega 7% samdrætti milli ára. Á komandi ári er gert ráð fyrir ríflega 4% aukningu útflutningsverðmætis sjávarafurða fyrir tilstilli veikari krónu, hærra heimsmarkaðsverðs og aukins kvóta. Aukningin verður öllu hóflegri árið 2019, eða tæplega 1%, ef spáin gengur eftir.

 

 

Deila: