Sjávarútvegur er háþróuð alþjóðleg atvinnugrein

Deila:

„Það sem gefur starfinu líf og lit eru mikil og góð samskipti við fólk. Viðfangsefnin eru skemmtileg og fjölbreytt, oftar en ekki kemur eitthvað óvænt upp þannig að fyrirfram veit maður ekki hvað vinnudagurinn ber í skauti sér,“ segir Anna María Kristinsdóttir mannauðsstjóri Samherja.

Eiginmaður hennar er Friðrik Kjartansson og eiga þau tvö börn, Maríu Björk 19 ára og Kjartan Inga 15 ára. Anna María lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og rekstrarfræði frá Háskólanum á Akur eyri árið 1999, en því námi hefur nú verið breytt í viðskiptafræði.

Anna María á að baki langan starfs feril hjá Samherja en hún var ráðin til fyrirtækisins árið 2001 og gegndi í fyrstu stöðu launafulltrúa. „Í framhaldinu var mér boðið að taka við nýju starfi starfsmannastjóra. Ég sló til og hef upp frá því verið að sinna starfsmannamálum hjá Samherja. Fyrir örfáum misserum var þetta starfsheiti nútímavætt og kallast nú mannauðsstjóri,“ segir hún.

Anna María sér meðal annars um að öll skip félagsins, átta að tölu, séu mönnuð en sjómenn á þeim eru í allt um 200 talsins. „Það þarf alltaf að vera klár áhöfn fyrir næsta túr og stundum kemur eitthvað upp og menn geta af ýmsum ástæðum ekki tekið túr og þá þarf að finna staðgengla. Þetta getur oft verið púsluspil en sem betur fer erum við með gott fólk og yfirleitt er hægur vandi að manna skipin,“ segir hún en bætir við að skipin séu á sjó allan sólarhringinn, nánast alla daga ársins. „Mannauðsstjórinn þarf þess vegna að vera til taks á öllum tímum sólarhringsins. Í landvinnslunum sjá hins vegar yfirverkstjórar að mestu um mannaráðningar.“

Ítarlega er rætt við Önnu Maríu í nýju tölublaði Ægis.

Deila: