Stangveiðimenn brýndir til mótmæla

Deila:

Stangaveiðifélag Reykjavíkur brýnir veiðimenn á vef sínum að taka þátt í mótmælum gegn sjókvíaeldi á laugardaginn, 7. október. Þá munu bændur og landeigendur alls staðar af landinu, ásamt hópi náttúruverndarsinna fjölmenna á Austurvöll og krefjast þess að stjórnvöld stöðvi þessa atvinnugrein.

Fram kemur í fréttinni að eldislax sem sleppi úr sjókvíum, laxalús og sýkingar séu stærstu ógnirnar við villtan lax í Noregi. Nýlegt slys í sjókví Arctic Fish í Patreksfirði sýni að staðan sé sú sama hér. Eldislaxar hafi nú synt upp í margar af þekktustu ám landsins og séu að para sig við villtan lax til að hrygna.

Sjá nánar hér.

Deila: