Hafa tvöfaldað útflutningsverðmætið á sjö árum

Deila:

Verðmæti útfluttra sjávarafurða frá Færeyjum hefur aukist verulega á undanförnum árum. Árið 2010 fór verðmætið í fyrsta sinn yfir 4 milljarða færeyskra króna, 66 milljarða íslenskra. Nú nemur verðmæti útflutningsins um 8,4 milljörðum færeyskra króna, um 138 milljörðum íslenskra króna á síðustu 12 mánuðum. Það hefur því tvöfaldast á sjö árum.

Það er fyrst og fremst hinn miklu vöxtur í fiskeldi sem leiðir til þessa mikla vaxtar. Árið 2008 var verðmæti útflutts lax 13,5 milljarðar, árið 2009 fór verðmætið yfir einn milljarð færeyskra króna, og varð um 20 milljarðar íslenskra. Á síðasta ári skilaði þessi útflutningur svo  ríflega 4 milljörðum færeyskra króna, 66 milljörðum íslenskra króna, sem er tæplega helmingur alls verðmætis útfluttra sjávarafurða.

Útflutningsverðmæti frá Færeyjum síðustu ár

Þó eldislaxinn sé helsta orsök hins mikla vaxtar hefur útflutningur á uppsjávarfiski skilað mikilli verðmætaaukningum, einkum síld og makríll.  Útflutningsverðmæti makríls hefur meira en fjórfaldast síðan 2007 og í síldinni er aukningin ríflega þreföld.

Útflutningsverðmæti sjávarafurða jókst um 11,5 milljarða á frystu þremur fjórðungum þessa árs, eða um 13%. Það gerist þrátt fyrir að magnið hafi dregist saman um 33.000 tonn eða 9%. Útflutningsverðmæti eldislax er um 49 milljarðar íslenskra króna, eða 14% hærra en á sama tíma í fyrra. Einnig hefur verið flutt utan meira af síld og makríl, en minna af kolmunna. Samanlagt útflutningsverðmæti þessara fisktegunda er nú 17% hærra en á sama tíma í fyrra þó magnið hafi minnkað um 8%.

Verðmæti útfluttra botnfiskafurða hefur einnig aukist, einkum í þorski. Þar hefur verðmætið vaxið um 16% en magnið aukist um 7%.

 

Deila: