Fjórir flutningabílar með lax daglega frá Bíldudal

Deila:

Daglega fara fjórir flutningabílar á dag frá Bíldudal með nýslátraðan lax frá Arnarlaxi ehf. Magnið sem fer á markað á hverjum degi er á bilinu 55-65 tonn. Bilun kom upp í Breiðfjarðarferjunni Baldri á sunnudag og ljóst að ferjan verður úr leik næstu vikurnar.

Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, segir í samtali við fréttavefinn bb.is, að þrátt fyrir ófærð á heiðum og hálsum síðustu daga hafi brotthvarf Baldurs ekki haft áhrif á fiskflutninga Arnarlax. „Vegagerðin hefur staðið sig afskaplega vel og haldið leið flutningabíla opinni þrátt fyrir erfiðar aðstæður,“ segir Víkingur.

Deila: