Tom Barry flytur erindi á málstofu Hafró
Fimmtudaginn 30. nóvember mun Tom Barry, framkvæmdastjóri Conservation of Arctic Flora and Fauna (CAFF) flytja erindið Arctic Biodiversity: monitoring, assessment and policy á málstofu Hafrannsóknastofnunar. Málstofan verður haldin í fyrirlestrasal á 1. hæð Skúlagötu 4 og verður jafnframt streymt á YouTube-rás Hafrannsóknastofnunar.
Málstofan hefst kl. 12:30. Öll velkomin.
CAFF er vinnuhópur Norðurskautsráðsins um verndun lífríkisins á norðurslóðum. CAFF starfar á mörkum vísinda og stefnumótunar og vinnur að því að miðla niðurstöðum úr stöðumats- (assessment) og vöktunar- (monitoring) verkefnum sínum til notkunar við stefnumótun innan norðurslóða.
Þegar norðurskautasvæðið er til umræðu er gjarnan talað um að okkur vanti meiri upplýsingar, fleiri gögn og frekari rannsóknir. Þó það sé rétt hefur engu að síður mikil þekking öðlast af vinnu vísindamanna, frumbyggja og samfélaga á svæðinu. Áskorunin fellst hinsvegar í því hvernig við samhæfum og stöðlum slíka vinnu og þekkingu svo að hún nýtist sem best til stefnumótunar á norðurslóðum.
Norðurskautsráðið í gegnum CAFF er að bregðast við þessum áskorunum með langtímaverkefninu „Circumpolar Biodiversity Monitoring Program“ (Áætlun um vöktun á lífríki norðurslóða) sem er langtíma vöktunarverkefni er varðar vistkerfi norðurslóða. í gegnum verkefnið heldur CAFF utan um fjóra vöktunarhópa sem beina sjónum sínum að fjórum vistgerðum; hafi, landi, ferskvatni og strandsvæðum, þar sem hver hópur hefur gert vöktunaráætlun fyrir sína vistgerð. Erindið snýr að haf- og ferskvatnsvöktun og mati á niðurstöðum sem fengist hafa úr þeirri vinnu.