Börkur með mest af íslenskri síld

Deila:

Veiðar á íslensku síldinni hafa gengið vel í haust, þegar viðrar til veiða. Alls eru 19 skip búin að landa síld og heildaraflinn orðinn um 21.300 tonn. Leyfilegur heildarafli er 39.300 tonn eftir sérstakar úthlutanir og færslu aflaheimilda frá síðasta fiskveiði ári.

Aflahæsta skipið nú er Börkur NK með 2.918 tonn. Næstur kemur Beitir NK með 2.844 tonn og í þriðja sætinu er Jóna Eðvalds SF með 2.553 tonn, en hún er með mesta síldarkvótann, 5.343 tonn.

Börkur NK er nánast búinn með sinn kvóta og á það sama við fleiri skip. Stóru skipin eru að veiðum þessa dagana vestur af Reykjanesi og má búast við að því að töluvert saxist á kvótann í vikunni.

Deila: