Óska frestunar réttaráhrifa

Deila:

Farið hefur verið fram á það við úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála að fresta réttaráhrifum af þeim úrskurði nefndarinnar, sem felldi úr gildi rekstrarleyfi Fjarðalax ehf og Arctic Sea Farm fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum í Patreksfirði og Tálknafirði. Búist er við því að úrskurðarnefndin afgreiði erindið í dag, fimmtudag.

Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish er gagnrýninn á frammistöðu stjórnvalda í samtali við fréttavefinn bb.is. Kallar hann eftir stefnumörkun í málaflokknum. Bendir Sigurður á að stjórnvöld hafi 2004 með því að loka stórum svæðum landsins, einkum þar sem laxveiðiár eru, markað þá stefnu að sjókvíaeldi yrði byggt upp sem atvinnuvegur á Vestfjörðum, Austfjörðum og í Eyjafirði en annars staðar ekki. Síðan hafi fyrirtækin unnið eftir þessu, en seinustu ár eftir að uppbygging sjókvíaeldis komst á skrið reki þau sig á hindranir og veggi sem ekki var búist við.

Sigurður Pétursson Arctic fish mynd

Sigurður Pétursson segir að það séu komin 6 ár síðan hafist var handa við að afla leyfa fyrir sjókvíaeldið í Patreks og Tálknafirði og veitt leyfið í lok síðasta árs. Arctic Fish var stofnað fyrir 7 árum síðan og byrjaði á grunni eldis sem byrjað var með fyrir 9 árum síðan. Fyrirtækið hefur á þessum tíma byggt upp reynslu með því góða starfsfólki og heimamönnum sem hafa tryggt þann grunn sem starfsemin hefur til þess að halda áfram að vaxa. byrjaði fyrst í sjókvíaeldi árið 2009, hefur verið í uppbyggingu og aflað sér góðrar reynslu á þessum starfstíma. Umsóknarferli umhverfismats er í eðli sínu tímafrekt ferli þar sem taka þarf til margtækra umhverfisþátta og sérstakt að standa nú í þeirri stöðu nærri ári eftir að leyfið var veitt að hætta sé á að það sé dregið til baka.

Vestfirðir hafa möguleika með sínum náttúruauðlindum með svæði með heitu vatni, grænni orku fyrir seiðaeldi og bláum ökrum möguleika að verða einstök fyrir gæði og vistvæna hágæða afurðir úr ræktuðum eldislaxi. Vestfirðingar þekkja sína náttúru og hafa á að skipa fólki sem hefur reynslu af sjómennsku og vinnslu sem gagnast vel við uppbyggingu fiskeldisins. Þessa viðurkenningu fáum við frá viðskiptavinum okkar sem kunna að meta þá hágæðavöru sem úr eldinu kemur.

„Hvað ætla stjórnvöld að gera?

Eftir þessa úrskurði sýnist okkur það vera óljóst. Umræðan hér á landi gefur ekki til kynna að sjókvíaeldi sé atvinnuvegur sem við höfum einstaka stöðu til þess að efla enn frekar. Í nágrannalöndum okkar hafa stjórnvöld sett sér stefnu í samræmi við áherslur Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) að leggja áherslu á sjókvíaeldi sem er umhverfisvænsta matvælaframleiðsla sem völ er á.  Sjókvíaeldi er því  hluti af stefnumótun atvinnuuppbyggingu stjórnvalda í mörgum löndum til þess að efla umhverfisvæna matvælaframleiðslu. Norðmenn framleiða um 1,3 milljónir tonna á ári af laxi og ætla sér að auka framleiðsluna upp í 5 milljónir tonna. Skosk stjórnvöld stefna að því að tvöfalda sína laxeldisframleiðslu  úr 200 þúsund tonnum upp í 400 þúsund tonn á næstu árum. Færeyingar ætla líka að auka framleiðsluna og sama má segja um Kanadamenn. Í úrskurði nefndarinnar er hvergi minnst á starfsfólkið eða byggðarlögin sem eiga mikið undir starfseminni. Það er ekki nóg að einblína bara á pappír og lagatúlkanir, og í hvernig samfélagi lifum við ef möguleg hætta er á að leyfi séu afturkölluð vegna mögulegs formgalla sem hvergi var bent á í undanfara opins og upplýstu ferli umhverfismats? “

Aðspurður segir Sigurður Pétursson að framleiðsla matfisk í landeldi og sjóeldi sé sitt hvor atvinnugreinin, það sé einfaldlega ekki hægt fyrir þann sem sækir um leyfi fyrir sjóeldi að fara að bera það saman við aðra starfsemi eins og landeldi. „Ef krafan væri að flytja alla matfiskvinnsluna á land þá er kannski spurningin frekar hvaða land? Á Vestfjörðum er flatlendi takmörkuð auðlind sem og aðgangur að fersku vatni. Landeldi er mjög orkufrekt og það færi fjarri að það væri nægjanlegt rafmagn á Vestfjörðum ef það ætti að flytja allt eldið á land. Landeldi er því í eðli sínu ekki nærri því eins umhverfisvænt og sjókvíaeldi. Auðvitað mun landeldi verða hluti af laxeldisframleiðslu í heiminum en tel að því væri varla valinn staðsetning á Vestfjörðum fjarri endanlegum neytendum fyrir laxaafurðir.“

Sjókvíaeldi er góð leið til þess að framleiða matvæli, segir Sigurður Pétursson. „Í síðustu viku fengum við staðfestingu á því að hafa fengið þriðja árið í röð vottun frá erlendum umhverfissamtökunum ASC, en þau votta framleiðslu á eldisfisk og þykja einna ströngust á þessu sviði.“ ASC vottun er hliðstæð MSC staðlinum sem er þekktasti umhverfisstaðallinn fyrir sjávarafurðir nema þessi staðall er aðlagaður eldisafurðum. Samtökin sem að baki staðlinum starfa (Aquaculture Stewardship Council) eru ekki rekin í hagnaðarskini (non-profit) og óháð samtök. Arctic Fish er með þessu kominn með staðal sem byggir á rekjanleikja frá eggi til fisk til hins endanlega neytanda sem uppfyllir ströng umhverfisskilyrði. Vestfirðir með sitt tæra umhverfi og eldisaðferðir okkar gefa fyrirtækinu ákveðið forskot til þess að uppfylla sett skilyrði sem ekki mörg fyrirtæki eru kominn með fyrir laxfiskaeldi.

 

Deila: