Hoffell aflahæst á makrílnum

Deila:

Hoffell kom til heimahafnar á Fáskrúðsfirði á þriðjudag með tæp 700 tonn af makríl. Þegar þeim afla hafði verið landað hefur Hoffell komið með 10.000 tonn að landi og er þar með aflahæst íslenskra skipa á sömu veiðum.

Bergur Einarsson skipstjóri kvaðst í samtali á heimasíðu Loðnuvinnslunnar, vera þakklátur fyrir góða vertíð og sagði ástæðu velgenginnar vera þá að vinnslan í landi og veiðarnar hefðu gengið vel og einnig að veðrið hefði verið afar hagstætt.

Næst fer Hoffell á síldveiðar og því næst tekur við kolmunna veiði.

 

Deila: