Loðnuveiðar Íslendinga vottaðar

Deila:

Loðnuveiðar Íslendina hafa fengið umhverfisvottun Marine Stewardship Council. Það eru bæði fyrstu og einu veiðar á loðnu í heiminum, sem fengið hafa umhverfisvottun um sjálfbærni og ábyrga fiskveiðistjórnun.   Jafnframt hafa grálúðuveiðar við Vestur-Grænland verið vottaðar.

Vottun Íslendinga á loðnu er vottuð samkvæmt nýlegum vottunarkröfum sem bera númerið 2.0 og loðnan flokkast sem „Key Low Trophic Level“ tegund. Flestar uppsjávartegundir sem fara í gegnum vottunarferil flokkast sem Low Trophic Level (LTL) og þegar fisktegund er LTL skal gæta enn meiri varfærni við útgáfu veiðiheimilda.  Í nýju vottunarkröfum MSC eru 28 mælikvarðar og eru allir mældir á frá skalanum 60-100, en ef einhver skorar undir 60 þá standast ekki veiðarnar vottun.  Það er skemmst frá því að segja að við mat á loðnuveiðunum þá hefur vottunarstofan metið alla 28 mælikvarðana hærra en 80.   Sjávarútvegur á Íslandi hefur verið iðinn við að setja fiskveiðar í MSC vottun og eftirfarandi veiðar eru vottaðar: Þorskur, ýsa, ufsi, gullkarfi,  báðir síldar stofnarnir, langa,  grásleppa og loðna.

Íslendingar voru brautryðjendur með fyrstu MSC vottanirnar í heiminum af karfa, löngu, grásleppu og nú loðnu.    Að auki eru eftirfarandi veiðar Íslendinga í vottunarferli; Keila, blálanga, steinbítur, skötuselur, skarkoli,  grálúða, makríll og kolmunni.

Í dag eru engar veiðar af keilu, blálöngu, steinbít og skötusel vottaðar.

Stærstur hluti af loðnuafurðum í gegnum tíðina hefur farið til framleiðslu á fiskimjöli og lýsi sem er m.a. selt til framleiðenda af fiskifóðri.  Í fiskeldi er gerð vaxandi krafa um vottanir um ábyrgt fiskeldi og hluti af þeim kröfum er að hráefni úr fiski eigi uppruna í  sjálfbært vottuðum veiðum.

Grálúðuveiðar við Vestur Grænland

Við vestur Grænland eru 5 veiðar af grálúðu, þar af 3 innfjarðarveiðar og 2 úthafsveiða en það eru þær sem hafa fengið MSC vottun.  Veiðarnar eru í Davis Strait og Baffin Bay.  Vottunin gildir fyrir veiðar grænlenskra skipa.   Þetta eru togveiðar þar sem aflinn er iðulega sóttur á 800-2000 metra dýpi.   Lisbeth Due Shoeneman-Paul, stjórnarformaður SFG og gæðastjóri hjá Royal Greenland segir að grænlensk sjávarútvegsfyrirtæki haf fengið margar fyrirspurnir frá kaupendum um sjálfbærni grálúðuveiðanna og þau búist að  vottunin muni styrkja stöðu þeirra á markaði.

Asíu markaður

Það sem fer til manneldis af loðnu er að stórum hluta selt til Asíu  og það á einnig við sölu á grálúðu en um 75% af útflutningi bæði Grænlands og Íslands fer til Asíu.   Skrifstofa MSC í Tokyo hefur staðfest að þarlendir stórmarkaðir hyggist í haust selja afurðir úr þessum veiðum með MSC merkinu á.  Um það leyti verður að öllu forfalla lausu einnig íslensku grálúðuveiðarnar vottaðar.

Umsækjendur að MSC fiskveiði skírteinum.

Á bæði Grænlandi  og Íslandi hefur sjávarútvegurinn stofnað sérstök félög sem halda utan um MSC fiskveiðivottanir.  Á Grænlandi varð til félagsskapurinn Sustainable Fisheries Greenland (SFG) sem helstu fyrirtæki og útgerðir standa að.  Félagið er hýst hjá Vinnuveitendasambandi Grænlands og heldur utan um allar fiskveiðivottanir Grænlendinga.  Á Íslandi varð til félagsskapurinn Iceland Sustainable Fisheries, (ISF) sem heldur utan um allar MSC fiskveiðivottanir á Íslandi.  Kristinn Hjálmarsson og Erla Kristinsdóttir halda utan um starfsemi ISF með aðsetur í Sjávarklasanum en aðildarfélög ISF eru í dag tæplega 50.  Samtals eru yfir 160 rekjanleika vottanir á Íslandi samkvæmt MSC staðli.      „MSC fagnar frumkvæði Grænlendinga og Íslendinga í að fá nýjar tegundir vottaðar og hefur það vakið verðskuldaða athygli á mörkuðum,“ segir í frétt frá MSC.

 

 

 

 

Deila: