Fyrirbyggjandi viðhald

Deila:

Marel heldur úti víðtækri þjónustu við viðskiptavini sína. Þjónustan felur ekki aðeins í sér heimsóknir tæknimanna , heldur er lögð áhersla á fyrirbyggjandi viðhald með það að markmiðið að forðast vinnslustöðvun eins og kostur er. Eðli fiskvinnslunnar hefur breyst verulega gegnum tíðina; magn af fiski í hverri vinnslu hefur aukist, gæðakröfur viðskiptavina sömuleiðis og eins er hún, líkt og önnur matvælavinnsla, orðin tæknivæddari en nokkru sinni fyrr. Við þetta bættist að meiri og meiri krafa er gerð á fiskvinnslurnar að halda tækjabúnaðinum stöðugt gangandi og í góðu lagi.

Frá þessu er greint á heimasíðu Marel: Aðalatriðið er að koma í veg fyrir vinnslustöðvanir. Í því felst allt frá því að sjá til þess að hnífar séu nógu beittir til þess að tryggja hraðan og öruggan skurð að því að nýta hugbúnað sem best til þess að tryggja rekjanleika og vakta gæði vörunnar. Allt þetta miðar að því að hámarka þann tíma sem vinnslan er í gangi svo hægt sé að ná hámarks nýtingu, afköstum og gæðum.

Fyrirbyggjandi þjónusta

Þjónusta Marel felur ekki aðeins í sér heimsókn eins af tæknimönnum okkar, heldur leggjum við áherslu á fyrirbyggjandi viðhald með það að markmiði að forðast vinnslustöðvun eins og kostur er. Þjónustuteymi okkar vinnur með fiskvinnslum að því að bæta framleiðsluferla; það býður upp á fjarþjónustu, neyðaraðstoð, varahluti og reglulega viðhaldsskoðun. Þá miðlar teymið einnig af sérfræðiþekkingu sinni með því að þjálfa starfsmenn á vinnustað; bæði í því sem varðar daglegt viðhald tæknibúnaðarins og til að fá sem mest út úr búnaði og kerfum frá Marel.

Þjónustusamningur minnkar kostnað

Fyrirbyggjandi þjónusta stuðlar að auknum rekstrarafgangi. SLA (Service Level Agreement eða þjónustusamningur) – eins og t.d. sá sem gerður hefur verið við laxfiskvinnslu Vega Salmon – veitir fiskvinnslunum yfirgripsmika þjónustuáætlun með skipulegu viðhaldi til þess að rekstur vélbúnaðarins gangi og að vinnslustöðvanir séu í lágmarki. Þannig verður SLA-þjónustusamningur við Marel til þess að auka hagnað.

Vefverslun með varahluti

Marel vinnur einnig að enn betri og aðgengilegri þjónustu, sem felst í því að viðskiptavinir geti pantað varahluti á netinu. Netverslunin býður nú þegar alla varahluti fyrir FleXicut – að FleXisort og dælu fyrir vatnsskurðarvélina meðtöldu – auk þess sem hægt er að fá alla varahluti fyrir MS 2730 laxa flökunarvélina.

Nú er því auðveldara en áður að nálgast upplýsingar um varahlutina en hægt er að skoða handbækur og uppdrætti áður en pantað er. Þetta tryggir öruggara og nákvæmara pöntunarferli. Pantanir sem koma í gegnum vefverslunina njóta forgangs og geta viðskiptavinir fylgst með ferli pöntunarinnar og rakið flutning vörunnar þar til hún kemst á leiðarenda.

Þjónusta veitt af sérfræðingum

Í þjónustuteyminu okkar eru sérfræðingar með mikla reynslu af og þekkingu á tæknibúnaði frá Marel. Margir þeirra hafa einnig reynslu af vinnu sem tæknimenn í fiskvinnslu eða annarri matvælavinnslu. Sú reynsla er gott veganesti fyrir þá og auðveldar þeim að skilja þínar þarfir.

Tæknimennirnir sem þjónusta notendur Innova Food Processing Software, hafa það að markmiði að þú njótir góðs af öllum möguleikum hugbúnaðarins og getir nýtt alla bestu eiginleika hans. Þeir vita að ef þú getur kallað fram og yfirfarið rétt gögn og fengið þannig mikilvægustu upplýsingarnar, þá getur þú rekið vinnsluna með hámarkshagnaði.

 

Deila: