Arnarlax vill auka eldið um 4.500 tonn
Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögnum um hvort að fyrirhuguð framleiðsluaukning Arnarlax hf. í Arnarfirði skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Arnarlax áformar frekari uppbyggingu sjókvíaeldis í Arnarfirði með því að auka framleiðslu sínu um 4.500 tonn á ári. Félagið hefur starfs- og rekstrarleyfi fyrir 10.000 tonna framleiðslu á laxi í sjókvíum. Heildarframleiðsla verður því alls 14.500 tonn á ári.
Í ljósi niðurstöðu mats á áhrifum framleiðsluaukningar, samlegðaráhrifa með öðru fiskeldi í Arnarfirði og að teknu tilliti til mótvægisaðgerða, er það niðurstaða Arnarlax að ekki er líklegt að framleiðsluaukning muni hafa umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér og skuli því ekki vera háð mati á umhverfisáhrifum.
Beiðni Skipulagsstofnunar var tekin fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu, að teknu tilliti til skýrslu Arnarlax og laga um umhverfismat, að framleiðsluaukningin skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Að öðru leyti gerir nefndin ekki athugasemdir við áform Arnarlax og bendir á að framleiðsluaukningin er innan viðmiða burðarþolsmats Hafrannsóknastofnunar og í samræmi við nýtingaráætlun Arnarfjarðar.
Frétt og mynd af bb.s