Styrkur til Ljóssins í tilefni bleika dagsins
Í tilefni Bleika dagsins í október síðastliðnum langaði starfsfólki HB Granda í Reykjavík að láta gott af sér leiða og styrkja Ljósið sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Tekið var við frjálsum framlögum starfsfólks í október og í gær var það sem safnaðist afhent Ernu Magnúsdóttur, forstöðumanni Ljóssins, ásamt viðbótarstyrk frá HB Granda eða alls 250 þúsund kr. Eftir móttöku styrksins kynnti Erna síðan starfsemi Ljóssins fyrir starfsfólki félagsins.