Frystitogurum DDFU gefin nöfn í Þýskalandi

Deila:

Tveimur nýjum frystitogurum DFFU í Þýskalandi, dótturfélags Samherja hf., voru formlega gefin nöfn við hátíðlega athöfn í Cuxhaven síðastliðinn föstudag. Skipin heita Cuxhaven og Berlin og voru smíðuð Mykleburst skipasmíðastöðinni í Noregi. Það fyrrnefnda fór í fyrstu veiðiferð í ágúst síðastliðnum og Berlin í nokkurra daga reynslutúr skömmu fyrir jól.

Skipin eru hönnun frá Rolls Royce og eru þau vel búin tækjum og sjálfvirkni til fiskvinnslu úti á sjó. Skipin eru 81,22 m löng, 16 metra breið og 3.969 brúttótonn. Um borð eru vistarverur fyrir 35 manns í áhöfn en að jafnaði verða um 30 í áhöfn.

Svipuð úrfærsla er á vinnslufyrirkomulagi skipanna en ástæða þess að þau eru ekki algjörlega eins hvað þetta varðar er munur á þeim veiðiskap og veiðisvæðum sem þau koma til með að vera á. Mörg íslensk fyrirtæki komu að smíði skipanna og búnaði í þeim; t.d. Slippurinn Akureyri, Vélfag, Marel, Marport, Héðinn, Brimrún, Kælismiðjan Frost og fleiri.

Í nafngiftarathöfninni sl. föstudag fluttu Haraldur Grétarsson, framkvæmdastjóri DFFU, Dr. Ulrich Getsch, borgarstjóri Cuxhaven og Dr. Hermann Onko Aeikens, ráðuneytisstjóri þýska landbúnaðarráðuneytisins ávörp en það var svo Annegret Aeikens, eiginkona þess síðastnefnda sem gaf Berlin NC 105 nafn. Harpa Ágústsdóttir, eiginkona Haraldar Grétarssonar gaf Cuxhaven NC 100 nafn.

Bæði halda skipin til veiða á næstu dögum.
Á myndinni er Cuxhaven NC 100. Skipið hafði nokkurra daga viðdvöl á Akureyri sl. haust en skipið fór í fyrstu veiðiferð í ágúst. Hér að neðan má sjá myndband af athöfninni ytra.

https://www.cn-online.de/stadt-land/news/im-video-taufe-der-trawler-cuxhaven-und-berlin.html

 

 

 

Deila: