Saltfiskurinn kynntur í Madrid

Deila:

Íslenskur þorskur var kynntur á Madrid Fusión dagana 22.-24. janúar. Þetta er í þriðja sinn sem Bacalao de Islandia (saltaðar þorskafurðir í Suður-Evrópu) tekur þátt, en um er að ræða ráðstefnu og sýningu fyrir matreiðslugeirann, sem jafnframt er ein sú stærsta og mikilvægasta sinnar tegundar á Spáni.

Bacalao de Islandia var með bás á sýningarsvæðinu, og á hverjum degi milli kl. 13 og 16 var gestum boðið upp á þorsksmakk. Einnig voru í boði sérstakar móttökur fyrir blaðamenn, leikir á samfélagsmiðlum, dreifing á markaðsefni og fleira. Gestir á sýningunni, sem eru að stórum hluta kokkar, voru ánægðir að geta fengið að bragða á dýrindis réttum úr íslenska fiskinum.

 

Deila: