Norðmenn styrkja selveiðar

Deila:

Norska sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að styrkja selveiðar um 32 milljónir króna. Er það framlenging styrkveitingum síðasta árs.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir styrkurinn sé ætlaður til að gefa veiðimönnum og vinnslu sveigjanleika til að uppfylla sem best samninga sem gerðir hafa verið um viðskipti og samvinnu. Undirstrikað er að markmiðið sé þrátt fyrir þetta að selveiðarnar standi undir sér á styrkja.

Þeir sem njóta munu styrkjanna verða útgerðin og móttökustöðvar Erfitt hefur verið að selja selaafurðir. Eftirspurn er lítil og verðið lágt. Útgerðin hefur nokkrar tekjur af veiðunum, en mestum tekjum skilar sala á selalýsi.

Veiðarnar eru stundaðar frá skipum sem liggja við hafísröndina og inni í ísnum og er selurinn tekinn á ísnum.

Deila: