Fyrsta flokks flokkun hjá Compex Pescados

Deila:

Humar þarf að vera lifandi þegar tekið er við honum til vinnslu, ef tryggja á gæði vörunnar.  Nýlega hefur Compex Pescodos aukið afkastagetu sína, með því að fjárfesta í Compact Grader frá Marel, auk annars tækjabúnaðar, sem eykur getu fyrirtækisins til þess að vinna ferskan humar. Þannig tryggir fyrirtækið að það geti boðið fyrsta flokks vöru og fær þannig forskot á keppinauta sína í Brasilíu, samkvæmt umfjöllun á heimasíðu Marel.
Ný og betri vinnslutækni

Compex Pescados er stærsti humarútflytjandi Brasilíu. Fyrirtækið byrjaði að vinna humarhala til útflutnings árið 1994. Á ári hverju vinnur það 400 tonn af heilum Ameríku humri, 110 tonn af humarhölum og um 400 tonn af gelfsurum. Helstu markaðir fyrirtækisins eru í Asíu, Evrópu og í Norður Ameríku.

Í upphafi útvistaði fyrirtækið humarvinnslunni til annarra fyrirtækja en seinna eignaðist það eigin aðstöðu í Fortaleza, Ceará á norðausturströnd Brasilíu, þar sem það gerði upp gamla vinnslustöð. Nú er vinnslustöðin búin fullkomnasta búnaði. Eftirspurn eftir framleiðsluvöru Compex Pescados er þó enn svo mikil að fyrirtækið þarf að útvista hluta vinnslunnar.
Vottuð gæði

Compex Pescados metur gæði framleiðslunnar umfram allt og er eina fiskvinnslufyrirtækið í Brasilíu sem hefur fengið ISO 22000 vottun. Með vottuninni fæst staðfest að fyrirtækið uppfylli strangar alþjóðlegar kröfur um fæðuöryggi og stjórnun matvælaframleiðslu. Fyrirtækið hefur því sýnt fram á að það geti komið í veg fyrir að matvælaöryggi sé stefnt í hættu og að framleiðsluvara þess sé örugg. Vottunin er mikill heiður fyrir Compex Pescados og veitir fyrirtækinu mikið forskot í samkeppninni.
 

Nákvæm og sjálfvirk flokkun

Af hálfu Compex Pescados var það ljóst frá upphafi að það þyrfti fyrsta flokks tækjabúnað sem væri bæði nákvæmur og endingargóður. Eftir að í ljós kom að Compact Grader var bæði nákvæmari og hafði upp á að bjóða fullkomnari tækni en sambærilegar flokkarar á markaði var ákveðið að festa kaup á slíkum flokkara.

Áður en Compact Grader flokkarinn var settur upp notaði fyrirtækið handvirka flokkun ásamt vigtum og sérhæfðu starfsfólki. Sú aðferð hindraði aukna framleiðni en hún var bæð dýr og leiddi til meiri sóunar, þar sem meira var skorið frá þegar verið var að pakka vörunni, en þá reynir sérstaklega á nákvæm vinnubrögð.

Fjárfesting Compex í Compact Grader leiddi því til minni sóunar vegna aukinnar nákvæmni í öllu ferlinu.  Kaupin urðu líka til þess að bæta hollustuhætti í framleiðslunni og minnka þar með líkur á krosssmiti en það er óhjákvæmlegt þegar stöðugt þarf að handleika vöruna.

Uppsetning búnaðarins gekk hratt og vel fyrir sig. Um leið og flokkarinn var kominn í gang kom í ljós að búnaðurinn er ekki aðeins nákvæmur og öruggur, heldur bætir hann einnig eftirlit með framleiðslunni (talningu og vigtun hvers humars fyrir sig). Þá kom líka í ljós hve gagnlegt það var að hafa fullkomna yfirsýn yfir magn og frammistöðu.
Marel compex-pescados-ltor-marcelo-and-paolo

Betri framleiðslustýring

Auðvelt er að auka framleiðni með því að nýta Innova Food Processing Software til að fylgjast með flokkuninni. Paulo de Tarso Gonçalves Neto, viðskiptastjóri Compex Pescados bendir á að: ,,Þegar við byrjuðum að nota búnaðinn, kom í ljós að skýrslur um magn og þyngdarflokkun einstakra humra eða humarhala voru afar gagnlegar.”

Bara það að fá upplýsingar um hve margir humrar fara í gegnum vinnsluna hefur verið ákaflega gagnlegt fyrir fyrirtækið og gefið því bæði mun nákvæmara og stöðugra yfirlit yfir framleiðsluna.
Horft til framtíðar

Compex Pescados hefur nú þegar gert áætlanir um frekari vöxt. Hjá fyrirtækinu ríkir bjartsýni um komandi ár en Neto segir að á næstum árum sé gert ráð fyrir að humarvinnslan muni tvöfaldast. ,,Þá munum við þurfa að kaupa annan Compact Grader,” segir Neto.

 

Deila: