Happafengur Sea Harvest

Deila:

Vinnslubúnaður og hugbúnaður leikur lykilhlutverk í þeirri umbreytingu sem nú stendur fyrir dyrum á lýsings-vinnslu Sea Harvest við Saldanhaflóa í Suður-Afríku. Uppsetningin, sem fer fram í ágúst á þessu ári, verður til þess að gera þarf stórfelldar breytingar á vinnslustöðinni, samkvæmt frétt á heimasíðu Marel. Þar segir ennfremur svo:

Sea Harvest leitar stöðugt nýrra leiða til þess að geta boðið upp á vörur í fremstu röð. Breytingarnar sem nú verða gerðar á vinnslunni við Saldanhaflóa munu bæta vinnsluferlið og meðferð hráefnisins allt frá upphafi vinnslunnar og allt þar til því er pakkað sem tilbúinni vöru.
 

Gæða lýsingur

Hjá Sea Harvest er leiðarstefið að bæta sig stöðugt. Fyrirtækið hefur leitað víða um heim að besta fáanlega fiskvinnslubúnaðinum og alltaf hefur leitin endað hinumegin á hnettinum; á Íslandi. Þar hafa fulltrúar fyrirtækisins heimsótt íslenskar fiskvinnslustöðvar og fiskiskip, sem eru viðurkennd um víða veröld sem þau framsæknustu á sviði hátækniveiða og fiskvinnslu.

Frystitogarar og þær tvær fiskvinnslustöðvar sem Sea Harvest rekur, vinna og pakka yfir 100 tegundum af fiski fyrir bæði heimamarkað og til útflutnings. Rík áhersla fyrirtækisins á að bjóða upp á vöru í hæsta gæðaflokki er meginástæða þess að það ákvað að fara í þessar breytingar. Þeim er ætlað að tryggja að öll meðferð hráefnisins og flæðið í gegnum öll stig vinnslunnar gangi vel fyrir sig og sé fyrsta flokks. Einnig er markmiðið að lágmarka drip og los og að hafa fullkomið eftirlit með hitastigi í landvinnslunni.

Nýja kerfinu er einnig ætlað að auka framleiðni og er hugbúnaður til að fylgjast með KPI mælikvörðum þáttur í þeirri viðleitni. Kerfið inniheldur margskonar búnað frá Marel m.a. tæki til flokkunar hráefnis, snyrtingar, skömmtunar og pökkunar. Öll tæki verða endurnýjuð, nema frystiklefarnir og flökunarvélarnar. Einnig verður hugbúnaður hluti af kerfinu en honum er einkum ætlað að bæta flokkunar-, pökkunar- og merkingareiginleika hans, ásamt því að tryggja rekjanleika og gæðaeftirlit. Nýja kerfið er sveigjanlegt sem þýðir að auðvelt að er bæta við og aðlaga búnaðinn framtíðarvexti og árstíðabundnum sveiflum.
Ný og sjálfvirk vinnslutækni

Í mörg ár hefur Sea Harvest leitað til Marel sem leiðandi aðila þegar kemur að búnaði til fiskvinnslu. Fyrstu skref Sea Harvest í átt að sjálfvirkni vinnslunnnar voru tekin seint á tíunda áratugnum þegar Marel setti upp sjálfvirka flokkun hráefnis inn á flökunarlínur í vinnslustöð þeirra. Fulltrúar Sea Harvest heimsóttu íslenska fiskvinnslustöð til þess að kynnast kostum upplýsingasöfnunar úr vinnslusal. Þeir höfðu þá framtíðarsýn sem þurfti til þess að átta sig á því að sjálfvirk gagnaöflun og gagnastjórnun yrði æ mikilvægari þeim fiskvinnslum, sem leggja vildu áherslu á skilvirkni, framleiðni og gæði framleiðslunnar.

Frá vinstri til hægri; Felix Ratheb, forstjóri  & framkvæmdastjóri hjá Sea Harvest, Kristmann Kristmannsson, svæðissölustjóri hjá Marel á Íslandi, Madoda Khumalo, yfirmaður stefnumótunar hjá Sea Harvest, Ivan Procter, svæðissölustjóri hjá Marel í Suður Afríku, John Paul De Freitas, fjármálastjóri & framkvæmdastjóri hjá Sea Harvest.

Frá vinstri til hægri; Felix Ratheb, forstjóri & framkvæmdastjóri hjá Sea Harvest, Kristmann Kristmannsson, svæðissölustjóri hjá Marel á Íslandi, Madoda Khumalo, yfirmaður stefnumótunar hjá Sea Harvest, Ivan Procter, svæðissölustjóri hjá Marel í Suður Afríku, John Paul De Freitas, fjármálastjóri & framkvæmdastjóri hjá Sea Harvest.

„Sea Harvest er í fremstu röð á sínu sviði og við hjá Marel erum stolt af því að hafa tekið þátt í framþróun fyrirtækisins undanfarin 25 ár,“ segir Kristmann Kristmannsson, svæðissölustjóri hjá Marel. „Það þarf einbeitt og ákveðið teymi til þess að umbreyta heilu framleiðsluferli og þetta verkefni er hápunktur áralangrar samfylgdar okkar á þeirra leið að þróa fiskvinnslu í fremstu röð sem auðveldar Sea Harvest að sinna því sem fyrirtækið gerir best: að vinna lýsing af allra bestu gerð.“

Undirbúningur er undirstaðan

Sea Harvest hefur lagt mikla áherslu á að tryggja góðan undirbúning vinnslunnar og starfsfólks hennar fyrir innleiðingu búnaðarins. Þannig hefur til dæmis verið tekin upp vinnsla á tvískiptum vöktum en það er þáttur í undirbúningi fyrir uppsetningu nýju flæðilínunnar. Fyrirtækið hefur framsækna mannauðsstefnu með mikla áherslu á starfsmannaþróun – svo mikla að í lýsingu þeirra á gildum fyrirtækisins segir  m.a. að það vilji bjóða upp á varanleg störf og  leggja áherslu á ábyrgð fyrirtækisins gagnvart starfsfólki þess.

Störfin í fiskvinnslu Sea Harvest eru í stöðugri þróun eftir því sem ný tækni er tekin upp og er innleiðing tæknibúnaðarins frá Marel lýsandi dæmi um það en gera þarf margs konar breytingar vegna hans. Þær breytingar munu bæði bæta vinnuaðstæður og skapa ný störf og ný tækifæri. Þannig mun innleiðing búnaðarins bæði verða til þess að minnka þörfina fyrir að flytja vörur handvirkt á milli vinnustöðva og til að tryggja nákvæmt og gegnsætt eftirlit með afköstum.

Enn einn kostur innleiðingarinnar er að hún mun leiða til aukins gegnsæis fyrir starfsfólk sem mun þannig geta fylgst sjálft með því hvernig það stendur sig í starfi og hvernig það getur bætt sig.

 

 

Deila: