Norðmenn moka upp kolmunna

Deila:

Kolmunnaveiðar Norðmanna gengu mjög vel í síðustu viku. Alls var þá tilkynnt um 66.200 tonna afla. Þetta er besta vikan síðan byrjað var að skrá vikulegan afla árið 2002.
Í þessari viku fékkst mest af aflanum í kantinum við Sankti Kildu en vikuna áður voru skipin að veiðum mun sunnar, vestur af Broddgaltarbanka. Skipin hafa landað afla sínum í Noregi, Danmörku, Íslandi og á Írlandi. Löndunarbið í norsku höfnunum er um sólarhringur.
Nú eru um 80.000 tonn eftir af kvóta Norðmanna og eru um 20 togarar og og 6 uppsjávarveiðiskip búin að klára sínar heimildir. Eitthvað af kvótanum verður líklega sparað til veiða í Kantinum í Norðursjó, þegar þar að kemur.

Deila: