Þremur tilboðum tekið

Deila:

Fiskistofa hefur lokið úrvinnslu á tilboðum sem bárust í aflamarksskipti í apríl. Alls bárust 6 tilboð, engin tilboð voru afturkölluð í samræmi við 5 .gr. reglugerðar nr. 607/2017 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2017/2018. Að þessu sinni var 3 tilboðum tekið.

Blængur NK fékk 198 tonn af þorski í lögsögu Rússlands fyrir 99 tonn af þorski á Íslandsmiðum. Júlíus Geirmundsson ÍS fékk 17 tonn af rækju í Djúpi fyrir 18,7 tonn af þorski og Höfrungur III AK fékk 79 tonn af litla karfa.

Deila: