Sjö tilboðum tekið

Deila:

Fiskistofa hefur lokið úrvinnslu á tilboðum sem bárust í aflamarksskipti í maí. Alls bárust 23 tilboð, þar af voru 5 afturkölluð í samræmi við 5 .gr. reglugerðar nr. 607/2017 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2017/2018. Að þessu sinni var 7 tilboðum tekið.

Vestri BA fékk rúmlega 23,4 tonn af rækju  í skiptum fyrir 24 tonn af þorski.
Jón Kjartansson SU fékk ríflega 3.000 tonn af makríl í skiptum fyrir um 1.464 tonn af þorski. Aðalsteinn Jónsson SU fékk tæplega 2.400 tonn af makríl í stað 880 tonna af þorski og Ljósafell SU fékk 1.703 tonn af makríl fyrir 529 tonn af þorski.

 

Deila: