Sjötti Páll Pálsson í röð

Deila:

Hinn nýi togari Hraðfrystihússins Gunnvarar var sýndur gestum síðastliðinn laugardag. Gert er ráð fyrir að hann haldi til veiða í næsta mánuði. Skipið var smíðað í Kína og er hið glæsilegast í alla staði.

Mjög langt er síðan nýsmíðaður togari hefur komið til Vestfjarða, en þessi Páll Pálsson er sá sjötti í röðinni í Hnífsdal og sagan spannar brátt 79 ár. Kristján G. Jóhannsson hefur tekið saman sögu skipanna með þessu nafni og er hún birt á heimasíðu fyrirtækisins  http://frosti.is/

 

Deila: