Björgunarsveitin heiðruð

Deila:

Hátíðarhöldin vegna Sjómannadagsins fóru vel fram á Húsavík um helgina. Á sunnudag  komið að heiðrun í tilefni dagsins. Heiðrunin fór fram í Miðhvammi þar sem Slysavarnardeild kvenna stóð fyrir kaffihlaðboði.Töluverður hópur fólks lagði leið sína í kaffið en slysavarnarkonur eru þekktar fyrir sín glæsilegu hlaðborð.

Í ár var ákveðið að heiðra Björgunarsveitina Garðar og Vilhjálm Pálsson sem lengi hefur komið að björgunarmálum á svæðinu fyrir þeirra mikilvæga starf í þágu samfélagsins, ekki síst sjómanna. Það var Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar stéttarfélags sem flutti ávarp til heiðurs Vilhjálmi og Björgunarsveitinni Garðari. Auk hans kom Heiðar Valur Hafliðson varaformaður Sjómannadeildar Framsýnar að heiðruninni.  Þá má geta þess að Framsýn færði Slysavarnardeild kvenna kr. 100.000,- að gjöf við þetta tækifæri.

Deila: