43% veidd af strandveiðikvótanum

Deila:

Veiðitímabil strandveiðibáta er nú hálfnað og er veiðum í júní lokið. Heildarafli nú er 4.403 tonn, sem er 167 tonnum minna en á sama tíma í fyrra. Bátar að veiðum nú eru 206 sem er sjö fleiri en í fyrra. Leyfilegur heildarafli er 10.200 tonn og er aflinn nú 432% af því samkvæmt samantekt á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.

Aflinn á svæði A er ný eftir tvo fyrstu mánuðina er 2.123 tonn sem er 286 tonnum meira en á sama tíma í fyrra. 114 bátar hafa róið í sumar og er afli á bát að meðaltali 11 tonn. Í fyrra réru 85 bátar á sama tímabili og var meðalafli þeirra þá 8,5 tonn.

Á svæði B er aflinn orðinn 673 tonn, sem er samdráttur um 225 tonn. Aðeins 23 bátar hafa róið nú og er meðalafli á bát 7,1 tonn, Í fyrra höfðu 34 bátar stundað veiðarnar á þessum tíma og var meðalafli á bát þá 7,3 tonn.

Veiðar á svæði C hafa skilað 689 tonnum, sem er samdráttur um 195 tonn. 23 bátar hafa stundað veiðarnar nú og er afli að meðaltali 7,3 tonn. Í fyrra réru 35 bátar og meðalafli á bát var 7,6 tonn.

Aflinn á svæði D er 918 tonn, sem er 32 tonnum minna en í fyrra. 46 bátar hafa nú stundað veiðarnar og er afli að meðaltali 8,1 tonn á bát. Í fyrra voru bátarnir 43 og meðalafli á bát 9 tonn.

Deila: