Mikið veiddist af kolmunna í maí

Deila:

Fiskafli íslenskra skipa í maí var 140.873 tonn eða 4% meiri en í maí 2017. Botnfiskafli var rúm 45 þúsund tonn og dróst saman um 12%, þar af nam þorskaflinn tæpum 26 þúsund tonnum sem er 8% minni afli en í maí 2017. Af uppsjávartegundum veiddist nær eingöngu kolmunni, en af honum veiddust rúm 90 þúsund tonn sem er 14% meira en í maí 2017. Skel og krabbadýraafli nam 1.527 tonnum samanborið við 1.381 tonn í maí 2017.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá júní 2017 til maí 2018 var rúmlega 1.271 þúsund tonn sem er -3% samdráttur miðað við sama tímabil ári fyrr sakvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands.

Fiskafli
  Maí   Júní-maí  
  2017 2018 % 2016-2017 2017-2018 %
Fiskafli á föstu verði            
Vísitala 110 100 -9      
             
Fiskafli í tonnum            
Heildarafli 134.834 140.873 4 1.317.614 1.271.672 -3
Botnfiskafli 51.346 45.257 -12 500.129 475.728 -5
  Þorskur 27.924 25.759 -8 283.928 279.869 -1
  Ýsa 3.612 3.388 -6 42.061 40.396 -4
  Ufsi 7.132 5.725 -20 56.895 57.108 0
  Karfi 6.657 5.294 -20 68.719 63.479 -8
  Annar botnfiskafli 6.022 5.091 -15 48.525 34.877 -28
Flatfiskafli 2.757 3.599 31 25.449 25.785 1
Uppsjávarafli 79.350 90.490 14 778.118 758.988 -2
  Síld 3 0 110.728 125.431 13
  Loðna 0 0 196.832 186.333 -5
  Kolmunni 79.183 90.355 14 299.342 282.235 -6
  Makríll 164 135 -18 171.210 164.988 -4
  Annar uppsjávarfiskur 0 0 5 0 -93
Skel-og krabbadýraafli 1.381 1.527 11 13.832 11.136 -19
Annar afli 0 0 86 35 -60

 

Deila: