Makrílkvóti Færeyja verður 155.804 tonn

Deila:

Árni Skaale, Sjávarútvegsráðherra Færeyja hefur ákveðið hver hámarksafli Færeyinga á makríl verði á þessu ári. Alls verður kvótinn 155.804 tonn, sem er 19,6% af ráðlögðum heildarafla sem strandríkin hafa náð samkomulagi um. Það eru 794.920 tonn.

Árni Skaale segir að umræður um skipti makrílveiðiheimilda milli strandríkjanna fyrir næsta ár séu þegar hafnar og vonist hann til að þær skili árangri.

Deila: