Sýningin Sjávarútvegur 2022 hafin

Deila:

Sýningin Sjávarútvegur 2022 var sett í Laugardalshöll í dag við hátíðlega athöfn. Ólafur M. Jóhannesson, framkvæmdastjóri sýningarinnar, setti sýninguna og lagði áherslu á tæknilegar framfarir og nýjungar í íslenskum sjávarútvegi. Svandís Svarsdóttir ávarpaði sýningargesti og ræddi um nauðsyn þess að draga úr plastmengun í hafinu. Hanna þyrfti veiðarfæri, sem bæði svöruðu kröfum sjómanna og gerð úr efnum, sem leystust upp í náttúrunni í stað þess að menga hafsbotninn til mjög langs tíma.

Í tengslum við sýninguna voru veittar viðurkenningar fyrirtækja og einstaklinga sem skarað hafa fram úr á sínu sviði. Sjávarklasinn veitti verðlaun fyrirtækinu Alvar fyrir þróun hreinsiefna og Sidewind Solutions fyrir þróun vindmyllugáma til að draga út notkun jarðefnaeldsneytis í fragtflutningum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi veittu Síldarvinnslunni í Neskaupstað viðurkenningu fyrir að vera framúrskarandi fyrirtæki í sjávarútvegi. Landssamband smábátaeigenda veitti trillukarlinum Vigfúsi Vigfússyni á Dögg SF viðurkenningu, en hann var aflahæstur á strandveiðum í sumar og setti Íslandsmet í afla.

Sýningin er opin fram á föstudag en sýnendur eru um 150 talsins.

Deila: